Ósætti fólks við fjórflokkinn lýsir sér helzt í stuðningi við Bjarta framtíð á landsvísu og í Reykjavík. Samt fer lítið fyrir flokknum. Á Alþingi skiptir hann sér lítt af stórmálum á borð við tugmilljarðagjafir til kvótabófanna og auðbófanna. Kvartar þó undan sjónhverfingum í loforðum Framsóknar. Dútl flokksins á þingi snýst einkum um tvö mál. Annars vegar að auka morgunbirtu með því að seinka klukkunni. Hins vegar að leggja niður mannanafnanefnd. Vinsæl og ópólitísk mál. Auka ekki trú mína á, að kisulegi flokkurinn verði bógur í pólitíkinni. Of penn og elskulegur til að lækna stóru þjóðarmeinin.