Eltir alla ævi

Punktar

Stríðsglæpamaðurinn Ariel Sharon, sem er forsætisráðherra Ísraels og hetja sjónvarpsstöðvar trúarofstækismanna á Íslandi, verður kærður í Belgíu fyrir stríðsglæpi, þegar hann fer frá völdum heima fyrir. Hæstiréttur Belgíu ákvað þetta í gær. Sharon verður kærður af þeim, sem lifðu af fjöldamorð hans í Sabra og Chatila flóttamannabúðunum árið 1982. Samkvæmt fjölþjóðalögum fyrnast stríðsglæpir aldrei. Þess vegna skjálfa ekki bara stríðsglæpamenn Ísraels, heldur einnig stríðsglæpamenn Bandaríkjanna, sem létu varpa efnavopnum á Viet Nam á sínum tíma, siguðu villimanninum Pinocet á íbúa Chile og frömdu hundruð annarra stríðsglæpa og svonefndra glæpa gegn mannkyninu. Gott er að vita í gömlu Evrópu af einu litlu landi, sem tekur alvarlega á meiri háttar afbrotum. Einnig er gott að vita af nýja Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag, sem Bandaríkin börðust ákaft gegn. Vonandi verða fleiri illræmdir stríðsglæpamenn ákærðir, til dæmis Bandaríkjamaðurinn Henry Kissinger, sem nú þorir ekki að ferðast til Evrópu af ótta við að vera handtekinn og kærður. Vonandi verða illmennin elt alla ævi.