Merkilegt er, að þjóð, sem öldum saman var ofsótt af embættismönnum, skuli trúa, að “þeim, sem guð gefur embætti, gefur hann líka forstand”. Innlendir embættismenn stóðu á sínum tíma gegn framförum í landinu, sem knúnar voru í gegn með dönsku valdboði. Þannig urðu Íslendingar læsir 1750-1800. Þannig hófst prentfrelsi í landinu 1855, gegn hatrammri andstöðu embættismanna. Samt trúa menn, að embættismenn einir megi skoða gagnabanka, sem búnir eru til á kostnað skattborgara og leyfa að Persónuvernd og Upplýsingalaganefnd hindri aðgang almennings. Í Bandaríkjunum er allt slíkt galopið.