Embættismenn stjórna

Punktar

“Stjórnlaus borg í klukkustund,” las ég í forsíðufyrirsögn í gær. Þetta er þvæla, embættismenn stjórna borginni eins og ríkinu. Laun eru greidd og starfsmenn ganga til verka sinna. Reykjavík getur verið án pólitíkusa í mörg ár. Embættismennirnir halda þá áfram að stjórna eftir gildandi reglum. Ekki eru settar nýjar reglur, en enginn þarf heldur á þeim að halda. Stjórnmálamenn breyta reglum, setja ný og tímasett markmið. Ef þeir gera það ekki, heldur lífið áfram sinn vanalega gang. Truflun á framvindu borgarstjórnarfundar í klukkustund gerir borgina alls ekki stjórnlausa.