Embættismennirnir

Punktar

Ég skil ekki trú Íslendinga á, að embættismenn muni leysa allt. Þegar tillögur nefndarinnar um fjármál stjórnmálaflokka voru að koma út, virtist um tíma, að lausn hennar væri að fela ríkisskattstjóra að skoða gögnin og segja þjóðinni, hvort þau væru í lagi. Þetta er auðvitað engin lausn, þjóðin á sjálf að skoða skjölin og segja sér, hvort þau séu í lagi. Ofsatrúin á föðurvald embættismanna gengur gegn lýðræði. Embættismenn geta ekki varizt hryðjuverkum, geta ekki varið fólk gegn Byrginu og geta ekki verndað lýðræði. Sú er firra frá átjándu öld. Nú er öld gegnsæis.