Orðinn þreyttur á öllum þessum lögfræðiálitum, sem málsaðilar panta sér í vil. Í sjónvarpinu í kvöld var talað um eitt slíkt. Þar var haldið fram, að eignarhald Kínverja í sjávarútvegi væri löglegt. Síðar í fréttinni kom fram, að álitið var pantað af viðkomandi fyrirtæki. Því var það marklaust, en fréttin tók það ekki fram. Blaðamenn verða að byrja að átta sig á, að álit lagatækna eru yfirleitt algerlega marklaus. Málsaðilar fá alltaf það álit, sem þeir vilja fá. Og flagga því. Blaðamanna er að fatta, þegar reynt er að hafa þá að fífli. Og þeir mega alls ekki hafa viðskiptavini sína að fífli.