Ég man ekki, að ráðherrar fyrri tíma hafi talið sig vera eins misskilda og ráðherrar þessar ríkisstjórnar. Koma varla frá sér lagafrumvarpi án þess að koma síðar fram til að leiðrétta meintan misskilning. Dæmi er frumvarp Gunnars Braga um viðræðuslit við Evrópu. Ennfremur tillaga Sigurðar Inga um afnám náttúruverndarlaga. Einnig frumvarp Bjarna Benediktssonar um hækkun leyfilegs hámarks á bónusi bankabófa. Mest misskilinn allra ráðherra er þó Sigmundur Davíð. Alla ráðherratíð hans hafa „hagsmunaverðir svartnættisins“ verið á hælum hans með áróðri um misræmi fyrri og síðari upphrópana hans.