Komið er út nýtt tímamótaverk í sagnfræði heimsmála nútímans, sem hafnar öllum ríkjandi kenningum, The End of the American Era, eftir Charles A. Kupchan. Hann hafnar kenningu Francis Fukuyama um, að veraldarsögunni sé lokið. Hann hafnar kenningu Samuel Huntington um, að framundan sé barátta og stríð menningarheima, einkum Vesturlanda, íslams og Kína. Hann hafnar kenningu Paul Kennedy um, að framundan sé barátta og stríð ríkra og fátækra í heiminum. Hann hafnar kenningu Benjamin R. Barber um, að framundan sé barátta og stríð Vesturlanda og ríkislausra hryðjuverkahópa á borð við Al Kaída. Hann hafnar kenningu Thomas Friedman um, að hnattvæðingin muni sigra heiminn. Kupchan telur, að framundan sé barátta og stríð milli hinna voldugu. Hann kafar djúpt í sagnfræðina og telur, að Evrópusambandið muni brjótast til áhrifa í heiminum á næstu áratugum og ógna einveldi Bandaríkjanna. Hann telur brýnt fyrir Bandaríkin að láta af einangrunar- og einræðisstefnu til að reyna að loka gjánni, sem er farin að myndast milli Evrópu og Bandaríkjanna.