Endalok harmsögu

Punktar

Pólitískum ferli Hönnu Birnu er loksins lokið. Hafði mikil og ítrekuð afskipti af rannsókn lögreglunnar á lekamálinu. Fór langt út fyrir verksvið sitt sem ráðherra. Þetta er niðurstaða umboðsmanns alþingis. Með tuddaskap hrakti hún lögreglustjórann úr embætti. Bófaflokkur hennar rústaði innanríkisráðuneytinu, sem þjenustaði tuddann. Á endanum hékk hún ótrauð á nöglunum í hamrabrúninni. Flótti hennar og og handrukkara hennar úr einni lygi í aðra er búinn að vera langvinn harmsaga. Útilokað er, að hún sýni sig aftur á alþingi, þegar hún hættir í fríi. Niðurstaða umboðsmanns er eindregin og verður ekki vefengd.