Mér sýnist líklegt, að Bretland og Holland setjist ekki aftur að samningum. Frá þeirra sjónarmiði er líklegt, að þjóðin felli hvern þann samning, sem fyrir hana verður lagður. Í þeirra sporum mundi ég segja samninginn úr gildi fallinn og leggja málið fyrir fjölþjóðadómstól. Og þá með ýtrustu kröfum. Sé raunar ekki, að ríkin tvö geti tekið aðra ákvörðun. Málið lekur því inn á dómstólaleiðina. Engin leið er að spá í niðurstöðu þar. Ég óttast þó, að fjölþjóðlegar hefðir ráði meiru en kenningar Íslands um réttlæti. Ég er líka viss um, að töluverður fjöldi Íslendinga vill í rauninni fjölþjóðadómstól.