Endar með aðild

Punktar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að takast að snúa þjóðinni til fylgis við Evrópusambandið. Allur þorri fólks vill halda áfram viðræðum um aðild síðan Gunnar Bragi Sveinsson boðaði viðræðuslit. Þar á ofan hefur aðildarsinnum fjölgað upp í 37% og andstæðingum aðildar fækkað á móti niður í 47%. Með sama framhaldi verða aðildarsinnar komnir í meirihluta í sumar. Því er von mín sú, að Gunnar Bragi fá sem mest að frekjast næstu vikur. Og vígreif Vigdís Hauksdóttir verði í öllum fréttum næstu vikur. Fælingarmáttur þeirra tekur öðru fram, sem ég hef séð á langri ævi. Þetta endar með aðild.