Endurbæta gamla trikkið

Punktar

Gamla trikkið var að einkavinavæða ríkiseinokun og græða milljarð á hverju ári, samanber Kögun. Nýi snúningurinn á trikkinu er að búa fyrst til ríkiseinokun og einkavinavæða hana síðan. Þannig varð til hugmyndin um Auðkenni. Skuldaþrælar voru skyldaðir til að koma sér upp óþörfu rafrænu skilríki. Til viðbótar við auðkennislykil, veflykil skattstofu og önnur rafræn skilríki. Svo var ákveðið að taka upp fast mánaðargjald. Og bingó, milljónir streyma inn. Einkavinavæðing lætur svipuna ganga á skuldaþrælum. Svonefnd frjálshyggja er einkavinavæðing ríkiseinokunar. Pilsfalda-kapítalismi leysir frjálsa markaðshyggju af hólmi.

Náttúrupassinn átti að vera annað trikk af þessu tagi, en heimskum ráðherra tókst ekki að höndla svindlið.