Ef kosningaspár í Bandaríkjunum eru réttar, munu demókratar taka við stjórn þar í landi í kosningunum 2006 og 2008. Þá munu loksins fjara út völd geðsjúklinga, sem mundu vera á hæli, ef þeir væru í Evrópu. Prédikarar trúarofstækis munu ekki lengur stjórna heiminum og Bandaríkin munu falla frá tilraunum til að móta heiminn í eigin mynd. Ef guð lofar, erum við að sigla inn í ferli, þar sem Evrópa og Bandaríkin sameinast aftur um að verja hugmynafræði sína gegn innreið pyntinga, fangelsana án dóms og laga og annars hryllings, sem sigldi í kjölfar George W. Bush og ofstækismannanna.