Endurkoma hrunverja nálgast

Punktar

Eftir þjóðaratkvæðí læmingjanna 6. marz felst stærsta viðfangsefnið í að hindra endurkomu hrunverja. Ef kosningar verða, kemst orsakavaldur hrunsins líklega aftur til valda. Þriðjungur kjósenda vill það; þessir, sem eru í afneitun. Því miður eru litlar líkur á, að núverandi ríkisstjórn hangi uppi. Ögmundur Jónasson lamaði hana í haust, bezti vinur hrunverja. Ólafur Ragnar Grímsson kýldi hana kalda um áramótin. Hún er ekki nema svipur sjá sjón, hötuð af öllu þjóðrembdu og vænisjúku fólki, auk þeirra, sem eru í afneitun. En hún er það eina, sem stendur í vegi fyrir endurkomu hrunverja.