Til að koma lífi í Austurstræti þarf að losna við Landsbankann, Héraðsdóm og innihald gamla Pósthússins. Þetta eru dauðir lengdarmetrar við götuna. Innrétta þar moll smábúða með merkjavöru. Á götunni þarf að losna alveg við bíla, setja glært þak yfir hana og koma fyrir eins konar Kolaporti á miðri götu. Gott væri líka að koma lífi í Búnaðarbankann og Austur, sem nú eru dauðir lengdarmetrar. Hingað til hefur hálflokun Austurstrætis verið misheppnuð. Þetta er rokgjá og fólk setur sig í herðarnar, þegar það kemur fyrir Apótekið. Göngugötur erlendis eru betur heppnaðar. Með fjölgun túrista er hægt að endurlífga Austurstræti.