Margir hafa áhyggjur af dauðastríði Samfylkingarinnar. Ýmsir gamlingjar í þeim hópi strá salti í sárin með því að kenna henni sjálfri um ófarir sínar. Ein af tillögunum snýst um, að Alþýðuflokkurinn verði endurlífgaður. Gaman er að sjá rúmlega sjötuga öldunga lýsa áhuga á aðild að slíkri endurnýjun. Það er eftir öðru í pólitíkinni. Raunar sýnist fleirum, að sjónarmiðum krata sé víða flaggað í öðrum flokkum, hjá Bjartri framtíð, Pírötum, Viðreisn og Vinstri grænum. Þetta séu nógu margir flokkar með nógu mikið af kratisma til að það geti talizt nægja. Gamlingjar þurfi ekki að endurlífga löngu dauða flokka til að efla kratismann.