Endurnýjum límið

Punktar

Sumir Íslendingar búa yfir kunnáttu, sem gerir þá gjaldgenga erlendis. Kerfið þarf að borga þeim nógu mikið til að halda þeim í vinnu. Það gildir um lækna og flugmenn, en líka um marga fleiri, svo sem hugbúnaðarfólk. Kerfið þarf líka að sjá um að endurnýja límið í samfélaginu. Það gengur alls ekki, að 6200 manns búi við sára fátækt, þar á meðal fólk í fullri vinnu. Því þarf að skilgreina lágmarksframfærslu og lögfesta lágmarkslaun, með tilsvarandi hækkun velferðar. Peningarnir munu finnast í auðlindarentu og auðlegðarskatti, svo og í hærra hlutfalli launa í rekstrarkostnaði. Burt með gráðugan trúflokk brauðmolanna.