Endurritun sögunnar

Punktar

Endurritun sögunnar gengur bærilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir, að hann hafi fyrir kosningar reynt að leiðrétta þann misskilning, að fólk fengi sendan tékka í pósti. Ekki sagði hann, hvar þessi leiðrétting hafi komið fram. Sennilega hefur það verið í eintali inni á salerni. Forsætis hefur tekizt að teygja orðið strax út í það óendanlega. Í vikunni voru skipaðar nefndir til að finna, hvernig megi í því óendanlega efna loforð um tékka í pósti strax. Endurritun sögunnar fer fram á breiðum vettvangi. Ekki bara hjá Davíð, heldur einnig hjá öðrum, sem þurfa að tengja óskhyggju og ímyndanir.