Bófaflokkarnir, sem stjórna landinu, reyna að leggja undir sig fjölmiðla. Hluti af endurritun sögunnar, sem Davíð og Hannes geta ekki einir höndlað. Meiningin er, að fjölmiðlar haldi þeirri firru að þjóðinni, að lausagangur auðhyggju hafi ekki valdið neinu hruni. Því sé gott að halda áfram á sömu braut með gífurlegum tilfærslum peninga frá fátækum til hinna allra ríkustu. Yfirtaka Björns Inga Hrafnssonar á héraðsfréttablöðum er kafli í þeirri endurritun sögunnar. Vandinn er bara sá, að nánast öll pólitísk umræða er komin í hendur óháðra einstaklinga á veraldarvefnum. Frelsið verður nefnilega ekki hamið í búrum Davíðs og BInga.