Endurskoðandi segist óþarfur

Punktar

Enn koma bókhaldstæknar PriceWaterhouseCooper fram opinberlega og útskýra, hvers vegna þeir endurskoði ekki bókhald. Síðast segir Guðmundur Snorrason, að endurskoðendur geti ekki vitað meira en Fjármálaeftirlitið. Samkvæmt því er uppáskrift endurskoðenda óþörf, nóg er að láta eftirlitið kíkja á lygina. Þar með er stór útgjaldaliður úr sögunni. Alþingi þarf að taka Guðmund á orðinu og banna endurskoðendum að árita reikninga. Ef Fjármálaeftirlitið nægir ekki, má láta siðfræðinga skrifa upp á reikningana. Sagan sýnir, að endurskoðendur samþykkja tóma steypu og hafa kíkinn límdan við blinda augað.