Endurskoðandinn borgar

Punktar

Endurskoðun PriceWaterhouseCoopers hefur greitt slitastjórn Glitnis rúmlega hundrað milljónir í skaðabætur vegna aumrar endurskoðunar. Leyndi því, að  Glitnir hafði lánað innbyrðis tengdum aðilum langt umfram leyfilegt hámark og lánað risafjárhæðir til fjárvana eignarhaldsfélaga. Ennfremur vanrækt afskriftaskyldu og upplýsingar um gríðarlega áhættu af hagsmunum í eigin hlutabréfum. Í kjölfar skaðabótanna falla niður málaferli gegn PWC. Þetta er gott dæmi um, hvernig stórfyrirtæki í endurskoðun sérhæfa sig í aðstoð við spillta forstjóra um að leyna hvers kyns bókhaldsfalsi og fegrunaraðgerðum.