Ólafur Hauksson hefur fært skýr rök að tugmilljóna tjóni, sem endurskoðunin Deloitte olli fjárfestum í Iceland Express með skrítinni uppáskrift pappíra. Hefur hins vegar ekki fengizt skoðað í alvöru hjá Sérstökum saksóknara. Þar starfar nú endurskoðandi, sem áður skrifaði upp á hvað sem var hjá Deloitte. Spillingin nær þannig gegnum kerfið. Áður var Deloitte frægt fyrir fáránlega skýrslu um hagsmuni kvótagreifa. Sagðist þá fara eftir alþjóðlegum reglum. Samt fela vinnubrögðin í sér, að endurskoðendur skrifa upp á hvaða rugl, sem er. Því er traustara og ódýrara að sleppa endurskoðendum úr dæminu.