Gamlir helmingaskiptataktar eru farnir að blómstra á nýjan leik með innreið bófaflokkanna í stjórnarráðið. Seðlabankastjórum verður fjölgað í þrjá og búið til pláss fyrir aflóga pólitíkusa á borð við Ólöfu Nordal. Annar aflóga pólitíkus, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fær formennsku í Iceland Naturally. Slíkt val ekki milli hinna hæfustu, heldur milli flokkshesta, sem ekki geta unnið fyrir sér. Fornaldarvinnubrögð valdshyggju og gerræðis einkenndu fyrri samstjórnir Sjálfstæðis og Framsóknar. Þau munu senn setja mark sitt á þessa samstjórn. Hæfasta fólkið er allt utan flokka og röðin kemur aldrei að því.