Enga sátt við bófana

Punktar

Samtök kvótagreifa standa fyrir breiðri herferð gegn kvótafrumvarpinu. Þar eru Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn í fremstu víglínu, svo og sjávarpláss, sem kvótagreifarnir halda í gíslingu. Um leið fréttist af átta milljörðum, sem Samherji faldi á Kýpur. Í gerningaveðrinu gleymist, að frumvarpið er misheppnuð tilraun til að ná sátt við trylltan bófaflokk, sem vill enga sátt. Betra væri að efna kosningaloforð um fyrningu aflaheimilda á nokkrum árum. Og hafa útboð á fyrndum heimildum til þeirra, sem hæst bjóða hverju sinni. Ekki semja frið við bófa, sem eru sturlaðir af græðgi og frekju.