Við lifum í veraldlegum vestrænum heimi, þar sem trúarbrögð eru á jaðrinum. Við viðurkennum ekki, að karlar sé konum æðri. Að gifta megi stúlkubörn. Að refsa megi eftir trúarlögum. Að breyta þurfi siðum og venjum til að þóknast sérvizku trúaðra. Að blæjulausar konur séu vændiskonur. Að hommar og lessur séu haldin kynvillu. Að trúarbrögð njóti virðingar án þess að þurfa að vinna fyrir henni. Að bannað sé að lasta einhverja guði og gera grín að spámönnum þeirra. Komi hingað fjölmennir hópar öfgatrúaðra, verður að gera þeim nána grein fyrir, að samfélagið sé veraldlegt. Allt öðru vísi en í miðaldaríkjunum, sem það flúði.