Engar fréttir af Íslandi

Punktar

Skoðanakannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og MMR eru nokkurn vegin sammála um fylgi flokkanna. Pólitískir turnar eru tveir, Sjálfstæðisflokkurinn með 27% fylgi og Vinstri græn með 24%. Hálf þjóðin styður þessa tvo flokka. Síðan eru Píratar og Framsókn hálfdrættingar með 12% hvor flokkur. Aðrir flokkar berjast við að vera yfir 5% lágmarkinu. Viðreisn og Björt framtíð hafa dofnað við að skríða uppí hjá Sjálfstæðisflokknum, flokki landsins mestu auðgreifa. Ráðherrum flokkanna tveggja finnst hlýtt að vera þar. Nýjar upplýsingar um fjárglæfra Bjarna Ben og Engeyinga almennt megna ekki að rjúfa fylgisturn Sjálfstæðisflokksins.