„Corbyn stendur fyrir allt sem Blair er ekki – hann virkar meira að segja heiðarlegur.“ Það segir Egill Helgason í snarpri grein, þar sem hann skýrir, hvers vegna Blair með alla sína spunakarla var meiri öfgamaður en Corbyn, sem er nær viðkunnanlegum kratisma. Listinn yfir helztu stefnumál Corbyn er þvert á Blair. Er á sömu nótum og hugleiðingar almennings til vinstri og hægri. Vill endurþjóðnýtingu járnbrautanna, hækkun hátekjuskatta, bann við kjarnavopnum, þak á húsaleigu, lögbundin lágmarkslaun og lækkuð skólagjöld. Egill klykkir út með að segja: „Afturhald? Öfgar? Eða er það kannski Blair sem er öfgamaðurinn?“