Samkvæmt leiðara Davíðs Oddssonar hefur Morgunblaðið sem einkarekinn miðill bara skyldur við eigendur, það er kvótagreifa. Þveröfugt segja siðareglur, sem koma frá Bandaríkjunum og hafa rutt sér til rúms: „Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann. Hollusta hennar er við borgarana. Eðli hennar er leit að staðfestingum. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um. Hún er óháður vaktari valdsins. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.“ Hér mætast svart og hvítt, íslenzkur Moggaáróður og bandarískur heiðarleiki.