Samkvæmt Michelin er Japan matgæðingaland heimsins númer eitt með 32 þriggja stjörnu veitingahús. Næst kemur Frakkland með 25 þriggja stjörnu staði. Svo koma Bandaríkin langt á eftir með 11 þriggja stjörnu hús og Þýzkaland með 10 þriggja stjörnu staði. Af þessu leiðir, að Tokyo er matarhöfuðborg heimsins með 16 þriggja stjörnu veitingahús. Síðan kemur París með 10 þriggja stjörnu hús. Nokkrar minna þekktar borgir hafa tiltölulega mörg þriggja stjörnu hús; Kyoto í Japan með sjö, Bruges í Belgíu og San Sebastian á Spáni með þrjú hvort og Baiersbronn í Þýzkalandi með tvö. Engar stjörnur eru á Íslandi.