Balkanríkin hafa ekki fengið viðræður um síðbúna aðild að Evrópusambandinu, sem heimtar samstarf þeirra við Stríðsglæpadómstólinn í Haag sem aðgöngumiða að viðræðum. Stjórnir Serbíu og Króatíu og hafa tregðazt við að afhenda glæpamenn sína. Einkum hafa Serbar látið undir höfuð leggjast að afhenda höfuðpaurana Radko Mladic og Radovan Karadzik. Borut Grgic skrifar um þetta mál í International Herald Tribune. Hann hvetur Evrópusambandið til að gefa ekki eftir í þessum efnum, enda skorti mikið á, að harðsvíraðar stríðsglæpaþjóðir hafi þroska til að eiga þar heima.