Hrygglengjan í ISIS glæpasamtökunum eru rúmlega 3000 múslimar úr Evrópu, önnur eða þriðja kynslóð þar í álfu. Fróðlegt væri að kanna, hvers vegna ungt fólk kastar frá sér nýju lífi og gengur til liðs við félag blóðugra trúaróra. Karlar og konur hverfa frá fjölskyldum, jafnvel börnum. Oft er það fyrir tilstilli wahabíta-klerka, sem skólaðir eru og kostaðir af olíupeningum frá Sádi-Arabíu. Mér sýnist þarna liggja að baki grundvallarmunur á íslam og vestrænni trúleysu. Sumir múslimar lagast illa að vestrinu, hverfa af vinnumarkaði og verða að undirstétt, fórnardýrum ofsatrúarklerka. Rót meinsins er engin aðlögunarhæfni.