Engin afsökunarbeiðni

Punktar

Anders Fogh Rasmussen lofaði ekki að biðjast afsökunar á teikningunum af Múhameð. Það er misskilningur Morgunblaðsins. Hann lofaði öðru til að verða framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann ætlar að gera Tyrkja einn af aðstoðarmönnum sínum og auka vægi Tyrkja í aðalstöðvunum. Jafnframt lofa Bandaríkin að verða Tyrkjum innan handar í ýmsum málum. Ekkert af þessu varðar teikningarnar af Múhameð spámanni, enda væri slíkt bara fíflaskapur. Atlantshafsbandalagið hefur ekki efni á að taka þátt í rugli múslima út af sjálfsögðum og eðlilegum teikningum.