Formaður þingflokks pírata og formaður framkvæmdastjórnar pírata hafa ráðizt ósæmilega að stofnanda pírata hér á landi. Sá fyrri sakar hana um pólitíska „ofbeldissambúð“. Sú síðari sakar hana um allt milli himins og jarðar, einkum þó fyrir að vera kölluð formaður í fjölmiðlum. Líka fyrir að skipta um skoðun á pólitískri framtíð sinni. Pfui. Við þessa pólitíkusa vil ég segja: Birgitta er eini íslenzki pólitíkusinn, sem hefur respekt í útlandinu, þið hafið það ekki, þið eruð engin Birgitta.