Í varnarbaráttunni gegn innrás Bandaríkjanna hefur Írak ekki beitt efnavopnum eða öðrum gereyðingarvopnum, sem fullyrt hefur verið, að séu falin þar í landi. Það bendir til, að þar séu raunar ekki slík vopn, enda fundu vopnaleitarmenn Sameinuðu þjóðanna þau ekki. Ef þau finnast ekki í stríðinu, mun bandaríska hernámsliðið planta sönnunargögnum til að sannfæra Bandaríkjamenn um, að mannskæð innrásin hafi verið réttlætanleg.