Ætlaði í rælni að grípa „70%“ súkkulaði frá „Stefáni B“ Fattaði í tæka tíð, að innihaldslýsingin var ónothæf. Efnin talin upp í magnröð, en engin tafla um magn hvers efnis. Þannig var ekki sagt frá sykurhlutfalli pakkans. Slíkt væru þó upplýsingar fyrir marga kaupendur 70% súkkulaðis. En Stefán fylgir hefð íslenzkrar framleiðslu að veita sem minnstar upplýsingar. Minnir mig á Lúxusrækjuna, sem reyndist vera 33% vatn. Matvælastofnun gerir miklu minni kröfur en Evrópusambandið. Og lagasmiðir alþingis eru á mála bófaflokka. Má ég þá heldur biðja um franskan ost, ítalska skinku. Og belgískt súkkulaði.