Bandaríkin og Páfstóll standa ein á kvennamálafundi Sameinuðu þjóðanna. Öll önnur ríki heimsins standa að ályktun, þar sem fjallað er um kynjarétt og rétt til fóstureyðinga. Þingið sitja fulltrúar meirihluta ríkisstjórna í heiminum, þar af 80 ráðherrar. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar standa þvert gegn öllu slíku og gagnrýndu Kofi Annan fyrir að nota hugtakið kynjarétt, sem hefði enga merkingu. Mikil reiði er meðal fulltrúa ríkisstjórna Evrópu með þessi viðhorf, sem eru 180 gráðu viðsnúningur frá afstöðu Bandaríkjanna á fundinum í Peking fyrir tíu árum.