Engin pólitísk ást

Punktar

Hef enga trú á að Píratar kaupi þá hugmynd Viðreisnar að prufa sig áfram með 5% árlega aukningu uppboða á kvóta yfir 20 ára tímabil. Enn síður að prufa sig áfram með 5% árlega innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Píratar eru áratugum á undan Viðreisn í hugsun. Þeir telja, að hægt sé að gera á nokkrum mánuðum allt öfugt við það, sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði á nokkrum mánuðum. Allt annað sé bara japl, jaml og fuður. Vilja skipta strax yfir í uppboðskerfi á kvóta og innleiða strax alla nýju stjórnarskrána. Þarna er gjá milli flokka framtíðar og fortíðar. Píratar og Viðreisn eru andstæðir pólar, ekki ástarsamband.