Engin rök – bara gerræði

Punktar

Væri einkarekið heilsukerfi að bandarískum hætti fyrirmynd, mundu menn útskýra það með tölum og útreikningum. Ríkisstjórnin gerir ekkert slíkt, heldur ræðst í gerræði að Landspítalanum til að gefa einkarekstri svigrúm. Reynslan segir þó, að bandaríska kerfið er næstum tvöfalt dýrara á mann en íslenzka kerfið, þjónar þó bara hálfri þjóðinni. Bandaríska kerfið tekur 16% af landsframleiðslu og þjónar 50% þjóðarinnar. Hér kostar heilbrigðiskerfið 9% af landsframleiðslu og þjónar 100% þjóðarinnar. Ríkisstjórnin ryðst hér fram með gerræði eins og með flutningi stofnana út og suður, eins og starfsfólkið séu einhverjir lausamunir.