Lítið er um sameiningartákn í þjóðfélaginu. Enginn getur lengur predikað yfir þjóðinni. Sjálfur forsetinn er mesta sundrungaraflið. Menn elska hann eða hata. Hann er engin Vigdís. Það fær þjóðin út úr því að setja pólitíkus á friðarstól. Fyrrum seðlabankastjóri var langversti friðarspillir landsins. Hann var enginn Jóhannes Nordal. Eftirmaður hans tuðar í prívat launastríði og hefur ekkert respekt. Menn hlusta ekki á hann. Forsætisráðherra tuðar af og til, en áminnir þjóðina aldrei. Minnir á ræðumann á útifundi í rigningu á kreppuárunum. Sjálfur biskupinn er núll og nix, aðhlátursefni úti um allt.