Engin sannreynsla = marklaus kosning

Punktar

Sumir fjölmiðlar ræddu við talsmann kjosum.is í gær um galla á kosningunni. Enginn fjölmiðill hafði þá vit til að spyrja, hvort prófað yrði, hvort nöfn og kennitölur væru notuð í óleyfi. Og talsmaðurinn gaf enga yfirlýsingu um, að fólk muni sjálft fá að sannreyna, hvort nafn þess og kennitala séu notuð í óleyfi. Auðvitað kjarni málsins og er létt í framkvæmd, var gert í sams konar könnun í fyrra. Betra hefði verið að gefa fólki líka núna kost á að kanna stöðu sína á þessum lista. Heildartala undirskrifta er því alveg eins marklaus í dag og hún var í gær. Engin sannreynsla = marklaus kosning.