Engin siðvæðing

Punktar

Þúsundum saman finnst Íslendingum í lagi að svindla í kosningu bandarísks stjónvarpsþáttar um tónlistarmann. Hundruðum saman finnst Íslendingum í lagi að taka þátt í prófkjöri hjá öðrum flokki en þeim, sem þeir styðja. Hér skortir uppeldi gegn slíku athæfi. Sama er að segja um sannleikann. Íslendingar styðja hann kannski að meðaltali meira en lygina, en hann er samt ekki hátt skrifaður í almenningsáliti, kannski svipað og hreinskilni. Hentugleikar líðandi stundar skipta menn meira máli. Enda segir vinsælt spakmæli íslenzkt, að oft megi satt kyrrt liggja.