Við höfum fengið fréttir af, að í vor muni hætta L-listinn, sem hafði hreinan meirihluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hafði þar forustu um að stöðva landníð Landsvirkjunar við Þjórsárver. Borið er við ágreiningi innan listans um skóla. En við höfðum áður frétt, að Landsvirkjun hefði sótt hart að hreppsnefndinni fyrir þvermóðsku. Ég sakna þess í fréttinni, að ekki skuli vera fjallað um, hvort tengsl séu milli Þjórsárveramálsins og ákvörðunar L-listans um að hætta. Eru puttar stóra Bróður í þessu máli, er enn verið að knýja fram orkuver?