Engin umferðarspá

Punktar

Hugmyndir Björns Inga Hrafnssonar og fleiri um byltingu í Örfirisey stinga í stúf við litla flutningsgetu samgönguæða frá henni. Hringbraut og Geirsgata munu ekki ráða við þörfina. Það er ekki nýtt, að pólitíkusar hunzi umferðarspár, þegar þeir láta gamminn geisa um nýtt byggingaland. Umferðin er bara talinn vera vandi, sem komi síðar í ljós og verði þá leystur. Samt eru umferðarspár eðlilegur þáttur á öllum stigum skipulags. Þær voru orðnar það í stóra borgarskipulagi Bredsdorff og Nyvig fyrir hálfri öld. En ódýrar spunakerlingar gleyma þeim.