Menn lepja allan andskotann í mig. Enginn hefur þó enn trúað mér fyrir, að Björgvin Sigurðsson sé fyllibytta og kvennabósi. Ég held enga umræðu vera í samfélaginu um slíkt. Hins vegar var Björgvin tekinn rækilega í gegn fyrir að vera utangátta fyrir hrunið og í hruninu. Viðskiptaráðherra þess tíma átti að grípa til eftirlits, en ekki haga sér sem klappstýra hrun-istanna. Björgvin skerti mannorðið með lélegri frammistöðu sem viðskiptaráðherra. Ég held, að nafnlausir bloggarar hafi ekki skert það neitt til viðbótar með lygi um persónu hans. Sú meinta umræða hefur t.d. farið alveg framhjá mér.