Við skulum tala hreint út um traust og virðingu í samfélaginu. Hálf þjóðin fyrirlítur forsetann af gefnum tilefnum. Hálf þjóðin fyrirlítur forsætis af gefnum tilefnum. Nú hefur biskup tekið undir kröfuna um hlýðni fólks við yfirvaldið. Flaggar nauðsyn trausts og virðingar. Margir vita eigi að síður, að forseti og forsætis eru lýðskrumarar eingöngu. Kjósendur þeirra mega bera virðingu fyrir þeim, en enga kröfu er hægt að gera á aðra. Þeir sjá gegnum ruglið, þokuna, lygina og rembuna. Um loddarana munu þeir áfram segja það, sem sker í augu þeirra. Loddarar vinni sjálfir fyrir trausti og virðingu.