Brezkir fjölmiðlar hafa verið einstaklega þögulir um ákæruna á Baug. Guardian hóf málið með breiðsíðu á föstudaginn, en eingöngu Times og Independent fylgdu í kjölfarið um helgina með litlum klausum, sem sögðu fátt. Telegraph kom loks í gær. Breiðsíðan virðist hafa þau áhrif, að fjölmiðlar telji málið fullrætt að sinni. Það verði því fréttirnar tvær í Guardian, sem stýri skoðunum Breta á Baugi og aðild hans að verzlunarkeðjum þar í landi. Mýgrútur er til af dagblöðum í Bretlandi, vikulegum fréttablöðum og fagritum á ýmsum sviðum, en Baugsmálið hefur ekki vakið þar upp neina elda.