Hér á landi axlar enginn ábyrgð. Ekki frjálshyggjugaurarnir, sem hófust til valda með Davíð Oddssyni fyrir tæpum tveimur áratugum. Ekki Flokkurinn, sem hefur æ síðan haft Davíð Oddsson að leiðtoga lífs síns. Auðvitað ekki Davíð Oddsson sjálfur. Ekki fjármálaeftirlitið, sem sett var á fót til að hafa alls ekkert eftirlit. Ekki bankastjórar græðgisbankanna, sem eru í algerri afneitun. Ekki útrásarvíkingarnir, sem eru horfnir af sjónarsviðinu. Og alls ekki hjónin á Bessastöðum, sem fluttu boðskap útrásarinnar vítt um heim og stuðluðu þannig að hruninu. Ísland var vogunarsjóður án ábyrgðar.