Enginn efi um Evrópu

Punktar

Kirsty Hughes segir í BBC, að það sé óskhyggja hjá Donald Rumsfeld, stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna, að nýju ríkin í Evrópusambandinu séu hallari undir Bandaríkin en gömlu ríkin. Hvert ríki hafi mismunandi sjónarmið og hagsmuni, sem dragi þau sitt á hvað. Hins vegar sé það miklu fleira, sem dragi nýju ríkin að gömlu ríkjunum, heldur en það sem sundri þeim. Þannig hafi Pólland svipaða landbúnaðarhagsmuni og Frakkland og svipaða trúarhagsmuni og Spánn. Dálæti nýju ríkjanna á Bandaríkjunum sé ofmetið. Ráðamönnum þeirra og almenningi sé ljóst, að Evrópa sé þeirra framtíð. Aðildin sé ekki bara efnahagsleg ákvörðun, heldur líka pólitísk. Ekkert nýju ríkjanna hafi svipaðar efasemdir um Evrópusambandið og þær, sem oft verður vart í Bretlandi og ráða ríkjum á Íslandi.