Fæstir kunna með vald að fara, það heltekur fólk. Eitt versta einkennið er, að valdhafar telja sig ómissandi. Þótt sýnt hafi verið fram á hið gagnstæða, að þeir skaða valdið og fólkið. Ólafur Ragnar taldi sig svo ómissandi, að hann bauð sig fram í sjötta sinn. Hætti ekki fyrr en fylgið streymdi burt. Sigmundur Davíð taldi sig ómissandi. Hætti ekki fyrr en hann varð athlægi um allan heim. Davíð heldur þjóðina enn elska sig, þrátt fyrir linnulaus mistök. Vill verða forseti. Bjarni Ben hættir ekki, þótt hann sé augljós fjárglæframaður. Erlendis hætta valdamenn, en hér þarf að draga þá emjandi og veinandi úr valdastólum.