Svokallaður hagvöxtur er enginn á þessu ári, þrátt fyrir spár ríkisstjórnar og seðlabanka. Nú binda þau vonir við, að þetta lagist með innkaupaæði jólanna. Sú fróma ósk sýnir í hnotskurn, hversu vitlaus mælikvarði er svonefndur hagvöxtur. Hann sýnir raunar engan hagvöxt heldur aukningu á viðskiptaveltu. Hin úrelta hagfræði, sem hér er rekin, þrýstir upp eyðslu, því hún sýnir falskan hagvöxt. Auðvitað eiga allir að spara, sem sparað geta. Framtíðin er í algerri óvissu. Kjarasamningar eru lausir og verkalýðsrekendur hemja ekki reiði félagsmanna. Snjóhengjan vofir yfir okkur og krónan er á heimsins dýrustu bráðaþjónustu.